10.3.2012 | 10:34
ADHD væri ekki til ef grunnskólar væru ekki til.
Fór eitt sinn í greiningu á því hvort ég væri með ADHD, þetta hefur líkega verið árið 1997 þegar ég var um þrítugt. Það var niðurstaða sérfræðingsins að ég hefði sennilega verið með ADHD þegar ég var í grunnskóla. Ég sagði sérfræðingnum sögur af mér sem móðir mín hafði sagt um mig og þetta var hennar niðurstaða. Ég er semsagt greindur með ADHD þó ég hafi ekki skírteini upp á það.
Mín skoðun er sú að ég sé ekki með ADHD heldur sé ég, ég. Ég er bara ekki eins og grunnskólakerfið vildi hafa mig og er það ekki enn. Ef ég væri 6-7 eða 8 ára í dag með þann skilning sem ég bý yfir í dag, myndi ég yfirgefa skólann strax, því hann er hannaður fyrir suma, aðra ekki. Veit ekki hlutföllin prósentulega séð en ég myndi giska á 50/50. Þekki mikið af fólki sem myndi/hefði farið í framhaldsnám ef verklegt nám væri nánast 100% í verklegu námi, ekki bóklegt. Þú getur nefnilega verið snillingur á þínu sviði þó þú getir ekki lesið og leyst algebru. Ætla ekki að telja upp þau störf/fög þar sem þú þarft ekki að búa yfir dönkukunnáttu, samt er danska skylda í öllum framhaldsskólum. Ég veit um prófessor sem kann ekki að leysa algebru en er samt prófessor. Svona gæti ég endalaust haldið áfram, en mín skoðunn er sú að grunnskóli og framhaldskóli eins og þeir eru í dag koma oft í veg fyrir að fólk gangi menntaveginn.
Mín skoðun er sú að ég sé ekki með ADHD heldur sé ég, ég. Ég er bara ekki eins og grunnskólakerfið vildi hafa mig og er það ekki enn. Ef ég væri 6-7 eða 8 ára í dag með þann skilning sem ég bý yfir í dag, myndi ég yfirgefa skólann strax, því hann er hannaður fyrir suma, aðra ekki. Veit ekki hlutföllin prósentulega séð en ég myndi giska á 50/50. Þekki mikið af fólki sem myndi/hefði farið í framhaldsnám ef verklegt nám væri nánast 100% í verklegu námi, ekki bóklegt. Þú getur nefnilega verið snillingur á þínu sviði þó þú getir ekki lesið og leyst algebru. Ætla ekki að telja upp þau störf/fög þar sem þú þarft ekki að búa yfir dönkukunnáttu, samt er danska skylda í öllum framhaldsskólum. Ég veit um prófessor sem kann ekki að leysa algebru en er samt prófessor. Svona gæti ég endalaust haldið áfram, en mín skoðunn er sú að grunnskóli og framhaldskóli eins og þeir eru í dag koma oft í veg fyrir að fólk gangi menntaveginn.
Málþing um ADHD: Áhersla lögð á að nýta sér heildrænar lausnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.