13.7.2012 | 13:20
Nefnd sem leggja á niður strax.
Segi það enn og aftur þetta er ómanneskjuleg nefnd sem ég skil ekki og hef aldrei skilið. Mannanöfn hafa árþúsundum saman verið að þróast og alltaf koma upp ný nöfn eins og Sigurður var einhverntímann nýtt nafn, Sigríður, Úlfur og svo framvegis. Alla tíð hefur mannfólkinu mislíkað þessi nýju nöfn á hverjum tíma fyrir sig og því finnst mér mjög einkennilegt að árið 199... og eitthvað þegar við erum orðinn svo "víðsýn" og vitum út á hvað þetta gengur allt saman, að þá skulum við setja á stofn mannanafnanefnd til að hafa vit fyrir okkur sauðsvörtum almúganum. Að hingað til lands skuli síðan flytja inn fólk sem má ekki halda sínu eigin nafni, verða að taka upp íslenskt nafn? Bíddu hvernig komst þetta í gegn á alþingi? Ég stóð í stappi við þessa nefnd hér árum áður út af nafninu Hilbert sem var bannað og fékkst ekki samþykkt. Fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Sú barátta stóð yfir í sirka 2 og hálft ár og fór til umboðsmanns alþingis. Ég líka velti upp þeim möguleika að þeir sem bæru nafnið sem föðurnafn, bæru ólöglegt föðurnafn?
Í guðanna bænum leggjum þessa vitleysisnefnd niður og treystum okkur sjálfum til að nefna eigin afkvæmi. Ég treysti ykkur öllum til að nefna börn ykkar. Ég treysti ekki ríkisvaldinu til þess.
Mega heita Dante og Rorí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algjörlega og einlæglega sammála. Þetta eru orðin skrípalæti.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2012 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.